simi

Print

Fyrirtækið

stolpiStólpi ehf. er til húsa að Klettagörðum 5 í Reykjavík. Þar er fyrirtækið með gámaviðgerðir, járnsmiðju og trésmiðju í 875 m2 húsnæði. Hjá Stólpa starfa að jafnaði um 13 starfsmenn.

Meginstarfsemi Stólpa er á tveim sviðum, annars vegar gámaviðgerðir og hins vegar tjónaviðgerðir á byggingum. Önnur starfsemi Stólpa er t.d. endurbætur og breytingar bygginga.

Stólpi hóf starfsemi sína árið 1976. Aðaleigandi fyrirtækisins til ársins 1999 var Þorlákur Ásgeirsson en núverandi aðaleigandi og framkvæmdastjóri er Ásgeir Þorláksson.